Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2015 08:00 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands. vísir/gva „Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar. Mansal í Vík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar.
Mansal í Vík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira