Engar framfarir á 30 árum Pawel Bartoszek skrifar 19. desember 2015 07:00 Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun