Engar framfarir á 30 árum Pawel Bartoszek skrifar 19. desember 2015 07:00 Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Tilkynning frá Póstinum: „Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár? Jú, ef póstkort áttu að berast til Evrópu fyrir jól (með A-pósti) þurfti líka að póstleggja þau fyrir 16. desember. Auglýstur flutningshraði póstsins til Evrópu hefur sem sagt ekki batnað á þrjátíu árum. En ókei, er póstþjónustan þá ekki allavega orðin hagkvæmari og skilvirkari? Það er búið að loka öllum þessum pósthúsum, taka niður alla þessa póstkassa, pakkar eru varla keyrðir heim til fólks lengur. Það hlýtur að vera að öll þessi hagræðing hafi skilað sér til neytenda? Er það ekki? Nei, ekki alveg. Skömmu eftir myntbreytinguna árið 1981 kostaði ódýrasta bréfið til Evrópu 2,2 krónur. Síðan þá hafa verð í landinu um það bil þrjátíufaldast. Það ætti að kosta 64 krónur að senda bréf til Evrópu. En verðið er 165 krónur. Og það er B-pósturinn, vel að merkja, og þeim póstkortum þurfti að skila fyrir 10. desember. Á þessum minnstu sendingum er fyrirtækið Íslandspóstur með einokun. Hluti markaðarins er raunar frjáls, aðrir en Íslandspóstur mega dreifa pökkum og auglýsingabæklingum, en þetta er samt hamlandi. Svona eins og ef bara ein búð mætti selja mjólk og sú búð seldi allt annað líka. Auðvitað færu flestir í þá búð. Einokunin var sögð nauðsynleg til að tryggja stöðuga þjónustu og sanngjörn verð. Þjónustan hefur ekki batnað. Verðið hefur þrefaldast. Það er kominn tími á samkeppni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun