Sport

Júlían og Eygló Ósk íþróttafólk Reykjavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá verðlaunaafhendingunni í dag.
Frá verðlaunaafhendingunni í dag. mynd/íbr
Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, tilkynnti í dag um útnefningu á íþróttafólki Reykjavíkur fyrir árið 2015.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2015 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían varð heimsmeistari ungmenna á árinu þar sem hann hjó nærri Íslandsmetinu í opnum flokki og sló Íslandsmetið í bekkpressu í opnum flokki.

Íþróttakona Reykjavíkur 2015 er sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi. Eygló vann í haust til tveggja bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug, sló Norðurlandametið í 200 metra baksundi fjórum sinnum á árinu og hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2016.

Íþróttalið Reykjavíkur 2015 er lið Ármanns í áhaldafimleikum kvenna sem vann bikarmeistaratitil á árinu.

Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2015:

Ármann bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum

GR Íslandsmeistarar í Sveitakeppni karla í golfi

ÍR Íslandsmeistarar í karlaflokki í kumite

ÍR Íslandsmeistarar í keilu karla og kvenna

Júdófélag Reykjavíkur bikarmeistarar í sveitakeppni karla og kvenna

KR Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla

KR Íslandsmeistarar liðakeppni kvenna í borðtennis

TBR Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton

Valur bikarmeistarar í knattspyrnu karla

Víkingur Íslandsmeistarar í liðakeppni karla í borðtennis

Þórshamar Íslandsmeistarar í karlaflokki í kata

 

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2015:

Aníta Hinriksdóttir, ÍR             

Anton Sveinn McKee, Sundfélaginu Ægi

Ásdís Hjálmsdóttir, Glímufélaginu Ármanni

Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi

Helgi Sveinsson, Glímufélaginu Ármanni

Irina Sazonova, Glímufélaginu Ármanni

Jón Margeir Sverrisson, Ungmennafélaginu Fjölni

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Glímufélaginu Ármanni

Pavel Ermolinskij, KR

Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki

Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×