Sport

María og Einar skíðafólk ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
María á fleygiferð í brekkunni.
María á fleygiferð í brekkunni. mynd/skí
María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson hafa verið valin skíðafólk ársins af SKÍ.

Í febrúar 2014 missti María af Ólympíuleikunum í Sotsjí er hún sleit krossband einungis nokkrum dögum fyrir brottför til Rússlands.

Um sumarið 2014 tilkynnti María að hún væri búin að leggja skíðin á hilluna en um síðastliðin áramót ákvað María að byrja aftur eftir vel heppnaða aðgerð og endurhæfingu.

María byrjaði af krafti strax í janúar og vann meðal annars tvö alþjóðleg FIS-mót í Svíþjóð og bætti punktastöðu sína á heimslistanum. Hápunktur vetrarins var án efa Heimsmeistaramótið sem fór fram í Vail í Bandaríkjunum, en þar gerði María sér lítið fyrir og endaði í 36.sæti í svigi.

Á Skíðamóti Íslands varð María svo fjórfaldur Íslandsmeistari og vann allar greinar til að kóróna frábæran vetur og endurkomu.

Einar Kristinn stóð sig vel á árinu. Hann keppti á mörgum alþjóðlegum FIS mót víðsvegar um Evrópu. Í byrjun mars náði hann 2. sæti á svigmót í Jolster í Noregi ásamt því að vera nokkrum sinnum í topp 10.

Á Heimsmeistaramótinu stóð Einar sig frábærlega í undankeppninni í svigi þar sem hann endaði í 16. sæti. Á Skíðamóti Íslands varð hann svo fjórfaldur Íslandsmeistari er hann vann allar greinar á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×