Lífið

Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber.
Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. Vísir/Getty
Margir sækjast nú eftir að kaupa miða á tónleika Justin Bieber í gegnum sölusíðuna Bland.is. Fáir eru að selja en svo virðist sem að auglýsingum þar sem miðar eru boðnir til sölu sé eytt jafnharðan.

Væntanlega eru margir örvæntingarfullir eftir miðum á stórtónleika Bieber í Kórnum á næsta ári. Forsala fór fram í gær og almenn sala hófst í morgun. Í bæði skiptin var eftirspurnin margföld á við framboðið og margir sem þurftu frá að hverfa. Alls voru um 19.000 miðar í boði á tónleikana.

Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina

Margir virðast vera reiðubúnir til þess að greiða hátt verð fyrir miðana. Til að mynda óskar einn eftir tveimur miðum í stæði á 75.000 krónur sem gera 37.500 krónur á miða. Í almennri miðasölu kostaði samsvarandi miði 15.990 krónur.

Þegar þessi frétt var skrifuð voru tvær auglýsingar á Bland.is þar sem miðar á tónleikanna voru auglýstir til sölu. Í annarri var stakur miði í stæði boðinn til sölu á 32.000 krónur en í hinni voru tveir miðar í stæði til sölu og var óskað eftir tilboðum.

Sjá einnig: Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber

Ákveðin áhætta er þó fólgin í því að kaupa miða á þennan hátt en líkt og Tix.is bendir á á Facebook-síðu sinni verða þeir miðar sem endurseldir verða með fjárhagslegum hagnaði gerðir ógildir.

ATH. Það er undir engum kringustæðum leyfilegt að endurselja miða með fjárhagslegum hagnaði samkvæmt skilmálum Tix Miðas...

Posted by tix.is on Saturday, 19 December 2015

Tengdar fréttir

Talið að Justin Bieber muni staldra við

Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×