Justin Bieber með tónleika á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2015 10:55 Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43
Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45