Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 10:47 Garðaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Vísir/Sigurjón Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni. Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni.
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira