Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 10:47 Garðaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Vísir/Sigurjón Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent