Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 10:47 Garðaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Vísir/Sigurjón Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni. Veður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni.
Veður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira