Hviður að fara yfir 30 metra á sekúndu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 11:43 Veðrið gengur yfir landið í dag en heldur áfram á morgun á Austanverðu landinu. Vísir/GVA Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira