Umferð á vegum: Snjórinn farinn að blotna Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2015 13:26 Á flestum leiðum í kringum Reykjavík, á Hellisheiði og í Þrengslum er hálka og skafrenningur. Þá er hálka og snjókoma á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Tekið er að blotna í snjónum á láglendi sunnan- og suðvestanlands og við það minnkar snjófjúk til muna. Byrjað er að lægja en nokkuð þétt logndrífa verður áfram víða suðvestanlands fram á síðdegið. Þá mun lægja mikið á milli klukkan 14 og 16 norðvestantil, hins vegar mun veður versna norðaustan- og austanlands með vaxandi vindi og skafrenningi. Austanlands mun þar að auki setja niður talsverðan snjó frá því um miðjan dag og fram á nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Á flestum leiðum í kringum Reykjavík, á Hellisheiði og í Þrengslum er hálka og skafrenningur. Þá er hálka og snjókoma á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Snjóþekja og snjókoma er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og hálka og skafrenningur á Mosfellsheiði. „Það er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Þungfært er sunnanmeginn í Hvalfirði. Þæfingsfærð er á Kjalarnesi. Snjóþekja og stórhríð er undir Akrafjalli. Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum og við Vík. Á Vesturlandi eru hálkublettir og óveður undir Hafnarfjalli en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku. Hálka og skafrenningur er á flestum leiðum á Snæfellsnesi. Ófært er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum þó er ófært á Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Klettsháls en snjóþekja og stórhríð á Hjallaháls og Steingrímsfjarðarheiði. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar einnig er ófært á Bjarnarfjarðarhálsi og þaðan norður í Árneshrepp. Á Norðurlandi - og Austurlandi er hálka eða snjóþekja allvíða og einnig skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á Dettifossvegi. Þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en snjóþekja eða hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni.“ Fyrir nánari upplýsingar og jafnvel breyttar aðstæður á vegum er best að skoða upplýsingar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tekið er að blotna í snjónum á láglendi sunnan- og suðvestanlands og við það minnkar snjófjúk til muna. Byrjað er að lægja en nokkuð þétt logndrífa verður áfram víða suðvestanlands fram á síðdegið. Þá mun lægja mikið á milli klukkan 14 og 16 norðvestantil, hins vegar mun veður versna norðaustan- og austanlands með vaxandi vindi og skafrenningi. Austanlands mun þar að auki setja niður talsverðan snjó frá því um miðjan dag og fram á nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Á flestum leiðum í kringum Reykjavík, á Hellisheiði og í Þrengslum er hálka og skafrenningur. Þá er hálka og snjókoma á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Snjóþekja og snjókoma er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og hálka og skafrenningur á Mosfellsheiði. „Það er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Þungfært er sunnanmeginn í Hvalfirði. Þæfingsfærð er á Kjalarnesi. Snjóþekja og stórhríð er undir Akrafjalli. Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum og við Vík. Á Vesturlandi eru hálkublettir og óveður undir Hafnarfjalli en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku. Hálka og skafrenningur er á flestum leiðum á Snæfellsnesi. Ófært er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum þó er ófært á Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Klettsháls en snjóþekja og stórhríð á Hjallaháls og Steingrímsfjarðarheiði. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar einnig er ófært á Bjarnarfjarðarhálsi og þaðan norður í Árneshrepp. Á Norðurlandi - og Austurlandi er hálka eða snjóþekja allvíða og einnig skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á Dettifossvegi. Þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en snjóþekja eða hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni.“ Fyrir nánari upplýsingar og jafnvel breyttar aðstæður á vegum er best að skoða upplýsingar á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira