Kim sprengdi internetið eftirminnilega í fyrra, þegar myndir af henni birtust með nakinn afturhlutann á forsíðu Paper magazine, og því er spurning hvort Kylie takist það sama.
Á myndunum klæðist híun meðal annars rasslausum latex buxum og koparlitu korseletti á meðan hún situr klofvega á karlfyrirsætu.

„Ég er mun djarfari á þessum samfélagsmiðlum en ég er, því það er það sem fólk vill sjá og ég hef alltaf gert þetta svo ég ætla ekki að fara að hætta því. Fólk vill sjá bílana mína og fínu töskurnar mínar. Fólk elskar tísku. En þetta er ekki ég.“


