Talsverður viðbúnaður vegna falsks neyðarkalls Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:34 Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík þegar í ljós kom að um gabb væri að ræða. Vísir/Landhelgisgæslan Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrðu í tvígang kallað „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta þegar klukkuna vantaði korter í þrjú í dag. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. Starfsmenn Akureyrarhafnar höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og létu vita að þeir hefðu einnig heyrt kallið á rás 16 í talstöð sem staðsett er í hafnarskrifstofunni á Akureyri. Þar með var ljóst að kallið kæmi einhvers staðar frá í innan við 15 sjómílna fjarlægð frá Akureyri. Sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð voru ræstar út sem og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði. Áhafnir þyrlu og eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar voru einnig ræstar út og lögreglan á Norðurlandi-eystra beðin um að athuga hvort mögulegt væri að kallið hefði getað komið frá skipi eða bát í höfninni á Akureyri. Hríseyjarferjan Sævar var einnig beðin um að hefja skipulagða leit inn eftir Eyjafirðinum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var einnig virkjuð með staðlaðri áhöfn fyrir leit og björgun á sjó. Um fjögur leytið í dag, þegar björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var lagt af stað frá Siglufirði, björgunarbátar komnir til leitar á Eyjafirði og þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík, tilkynnti lögreglan á Norðurlandi-eystra að uppgötvast hefði að neyðarkallið hefði komið frá erlendu skipi í höfninni og hafði maður sem átti erindi um borð viðurkennt að hafa sent það út. Leitar- og björgunareiningar voru því afturkallaðar og frekari aðgerðum hætt. Fréttir af flugi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrðu í tvígang kallað „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta þegar klukkuna vantaði korter í þrjú í dag. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. Starfsmenn Akureyrarhafnar höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og létu vita að þeir hefðu einnig heyrt kallið á rás 16 í talstöð sem staðsett er í hafnarskrifstofunni á Akureyri. Þar með var ljóst að kallið kæmi einhvers staðar frá í innan við 15 sjómílna fjarlægð frá Akureyri. Sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð voru ræstar út sem og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði. Áhafnir þyrlu og eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar voru einnig ræstar út og lögreglan á Norðurlandi-eystra beðin um að athuga hvort mögulegt væri að kallið hefði getað komið frá skipi eða bát í höfninni á Akureyri. Hríseyjarferjan Sævar var einnig beðin um að hefja skipulagða leit inn eftir Eyjafirðinum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var einnig virkjuð með staðlaðri áhöfn fyrir leit og björgun á sjó. Um fjögur leytið í dag, þegar björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var lagt af stað frá Siglufirði, björgunarbátar komnir til leitar á Eyjafirði og þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík, tilkynnti lögreglan á Norðurlandi-eystra að uppgötvast hefði að neyðarkallið hefði komið frá erlendu skipi í höfninni og hafði maður sem átti erindi um borð viðurkennt að hafa sent það út. Leitar- og björgunareiningar voru því afturkallaðar og frekari aðgerðum hætt.
Fréttir af flugi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira