Flóttamenn stíga á svið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi, ein frá Kenýa og ein frá Írak munu segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/Jón Guðmundsson Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira