Vonskuveður fyrir austan: Vindhviður gætu náð 40 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:15 Veðrinu í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum fyrir austan. vísir/vilhelm Veðurstofan varar við stormi á Norðaustur-og Austurlandi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við vindhviðum allt að 40 metrum á sekúndu í fjarðarbotnum frá Hamarsfirði og austur á Borgarfjörð. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að vonskuveður verði á á Norðaustur-og Austurlandi í dag, vestan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi, en það lægir í kvöld. Þessu veðri í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum á borð við Fjarðarheiði, Oddsskarð og á Mývatns-og Möðrudalsöræfum. Þá verður krapahríð norður með ströndinni, að Tjörnesi að telja, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, og mikil lausamjöll er á leiðum frá Akureyri á Húsavík og Mývatn. Þar mun skafa með hvassri vestanáttinni í allan dag. Færð á vegum er annars sem hér segir:Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslunum. Á Suðurlandi er víðast snjóþekja eða þæfingur en hreinsun stendur yfir. Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi en þæfingur á fáeinum köflum og sumstaðar er éljagangur. Éljagangur er einnig á Vestfjörðum en mokstur er langt kominn.Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Þæfingur er á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Stórhríð er á Fljótsheiði og eins í Köldukinn, á Tjörnesi og í Öxarfirði - og þæfingsfærð á köflum. Hófaskarð er ófært.Stórhríð er víða á Austurlandi. Vegurinn yfir Fjöllin er lokaður vegna veðurs og veðurútlits. Ófært er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. einnig Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.Nokkur hálka er á Suðausturlandi en víða hvasst og mjög hviðótt. Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi á Norðaustur-og Austurlandi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við vindhviðum allt að 40 metrum á sekúndu í fjarðarbotnum frá Hamarsfirði og austur á Borgarfjörð. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að vonskuveður verði á á Norðaustur-og Austurlandi í dag, vestan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi, en það lægir í kvöld. Þessu veðri í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum á borð við Fjarðarheiði, Oddsskarð og á Mývatns-og Möðrudalsöræfum. Þá verður krapahríð norður með ströndinni, að Tjörnesi að telja, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, og mikil lausamjöll er á leiðum frá Akureyri á Húsavík og Mývatn. Þar mun skafa með hvassri vestanáttinni í allan dag. Færð á vegum er annars sem hér segir:Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslunum. Á Suðurlandi er víðast snjóþekja eða þæfingur en hreinsun stendur yfir. Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi en þæfingur á fáeinum köflum og sumstaðar er éljagangur. Éljagangur er einnig á Vestfjörðum en mokstur er langt kominn.Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Þæfingur er á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Stórhríð er á Fljótsheiði og eins í Köldukinn, á Tjörnesi og í Öxarfirði - og þæfingsfærð á köflum. Hófaskarð er ófært.Stórhríð er víða á Austurlandi. Vegurinn yfir Fjöllin er lokaður vegna veðurs og veðurútlits. Ófært er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. einnig Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.Nokkur hálka er á Suðausturlandi en víða hvasst og mjög hviðótt.
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira