Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 58-68| Skelfileg byrjun fór með leikinn fyrir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 2. desember 2015 12:25 Grindavík vann góðan sigur á Stjörnunni, 68-58, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Kanalausar Stjörnustúlkur hófu leikinn mjög illa og komst Grindavík fljótlega í 14-2 strax á upphafsmínútum leiksins. Það gekk ekkert eftir hjá heimamönnum í upphafi leiksins og sú eina sem var með lífsmarki var Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún gerði níu stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir þann fjórðung var 27-13 fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík fengnum hlut og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttur undir körfunni hjá Grindavík. Michelle Whitney Frazier var einnig góð fyrir gestina frá Grindavík. Staðan í hálfleik var 38-24 og enn fjórtán stiga munur. Stjarnan byrjaði virkilega vel í síðari hálfleiknum og náðu strax að minnka muninn niður í ellefu stig, og nokkrum mínútum síðar var hann aðeins sjö stig. Heimamenn börðust gríðarlega í vörninni og það hafði mjög jákvæð áhrif á þeirra leik. Rétt undir lok þriðja leikhluta náði Stjarnan að jafna metin með magnaðri flautu körfu frá Margréti Köru Sturludóttur en hún náði frákastinu sitjandi á gólfinu og bara kastaði boltanum ofan í. Staðan 50-50 eftir þrjá leikhluta. Gríðarleg orka fór í það að jafna leikinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og í fjórða leikhluta virtist hún fer búin. Grindvíkingar keyrðu aðeins upp hraðan og fóru að spila hörku vörn. Þetta var bara of mikið fyrir Stjörnuna sem urðu að játa sig sigraða undir lok leiks, 68-58. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Stjarnan enn í því næst neðsta með aðeins fjögur stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Whitney Michelle Frazier var með 23 stig fyrir Grindavík.Stjarnan-Grindavík 58-68 (13-27, 11-11, 26-12, 8-18) Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 21/5 fráköst/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 12/14 fráköst/5 stolnir, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Eva María Emilsdóttir 4/4 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Hrund Skuladóttir 2. Daníel: Sem betur fer byrjuðum við vel„Blessunarlega áttum við mjög góðan fyrsta leikhluta og hann lagði bara gruninn að þessum sigri í kvöld,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn mjög sterkt en að sama skapi var annar, þriðji og fjórði leikhluti bara mjög slakur hjá okkur. Við verðum bara að læra af þessu og byggja á því góða.“ Daníel segir að liðið hafi ekki vanmetið Stjörnuna í kvöld. „Þær komu bara sterkar inn í síðari hálfleikinn og við áttum bara erfitt með að bregðast þeirra svæðisvörn á tíma. Það er auðvitað líka alltaf erfitt að vera elta allan leikinn og við voru með meiri orku undir lokin.“ Baldur: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Við vorum bara ennþá í upphitun í fyrsta leikhluta,“ segir Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var bara skelfilegt og við grófum okkar eigin gröf í byrjun. Síðan vorum við bara að elta þær allan leikinn og komumst inn í hann með mikilli baráttu.“ Baldur segist samt vera ánægður með stelpurnar að hafa komið til baka. „Það sýndi mikinn karakter en samt slæmt að vera komin í þessa stöðu. Þetta var eins og að byrja með tuttugu stig í mínus.“ Chelsie Alexa Schweers er meidd í liði Stjörnunnar. „Hún er með brákað bein í hendinni og verður frá fram að áramótum.“ Sigrún: Við ætlum okkur alla leið„Við byrjuðum leikinn mjög vel og sjálfsagt besti fyrsti leikhluti hjá liðinu í vetur,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, eftir leikinn í kvöld. „Við getum vissulega byggt á þeirri frammistöðu en síðari hálfleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Þetta var bara einbeitingarleysi hjá okkur, við vorum að kasta boltanum oft frá okkur.“ Hún segir að þessi mistök séu samt þess eðlis að auðvelt sé að laga þau. „Þetta er farið að líta vel út fyrir okkur og við ætlum okkur stóra hluti í vetur. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur alla leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira
Grindavík vann góðan sigur á Stjörnunni, 68-58, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Kanalausar Stjörnustúlkur hófu leikinn mjög illa og komst Grindavík fljótlega í 14-2 strax á upphafsmínútum leiksins. Það gekk ekkert eftir hjá heimamönnum í upphafi leiksins og sú eina sem var með lífsmarki var Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún gerði níu stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir þann fjórðung var 27-13 fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík fengnum hlut og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttur undir körfunni hjá Grindavík. Michelle Whitney Frazier var einnig góð fyrir gestina frá Grindavík. Staðan í hálfleik var 38-24 og enn fjórtán stiga munur. Stjarnan byrjaði virkilega vel í síðari hálfleiknum og náðu strax að minnka muninn niður í ellefu stig, og nokkrum mínútum síðar var hann aðeins sjö stig. Heimamenn börðust gríðarlega í vörninni og það hafði mjög jákvæð áhrif á þeirra leik. Rétt undir lok þriðja leikhluta náði Stjarnan að jafna metin með magnaðri flautu körfu frá Margréti Köru Sturludóttur en hún náði frákastinu sitjandi á gólfinu og bara kastaði boltanum ofan í. Staðan 50-50 eftir þrjá leikhluta. Gríðarleg orka fór í það að jafna leikinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og í fjórða leikhluta virtist hún fer búin. Grindvíkingar keyrðu aðeins upp hraðan og fóru að spila hörku vörn. Þetta var bara of mikið fyrir Stjörnuna sem urðu að játa sig sigraða undir lok leiks, 68-58. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Stjarnan enn í því næst neðsta með aðeins fjögur stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Whitney Michelle Frazier var með 23 stig fyrir Grindavík.Stjarnan-Grindavík 58-68 (13-27, 11-11, 26-12, 8-18) Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 21/5 fráköst/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 12/14 fráköst/5 stolnir, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Eva María Emilsdóttir 4/4 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Hrund Skuladóttir 2. Daníel: Sem betur fer byrjuðum við vel„Blessunarlega áttum við mjög góðan fyrsta leikhluta og hann lagði bara gruninn að þessum sigri í kvöld,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn mjög sterkt en að sama skapi var annar, þriðji og fjórði leikhluti bara mjög slakur hjá okkur. Við verðum bara að læra af þessu og byggja á því góða.“ Daníel segir að liðið hafi ekki vanmetið Stjörnuna í kvöld. „Þær komu bara sterkar inn í síðari hálfleikinn og við áttum bara erfitt með að bregðast þeirra svæðisvörn á tíma. Það er auðvitað líka alltaf erfitt að vera elta allan leikinn og við voru með meiri orku undir lokin.“ Baldur: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Við vorum bara ennþá í upphitun í fyrsta leikhluta,“ segir Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var bara skelfilegt og við grófum okkar eigin gröf í byrjun. Síðan vorum við bara að elta þær allan leikinn og komumst inn í hann með mikilli baráttu.“ Baldur segist samt vera ánægður með stelpurnar að hafa komið til baka. „Það sýndi mikinn karakter en samt slæmt að vera komin í þessa stöðu. Þetta var eins og að byrja með tuttugu stig í mínus.“ Chelsie Alexa Schweers er meidd í liði Stjörnunnar. „Hún er með brákað bein í hendinni og verður frá fram að áramótum.“ Sigrún: Við ætlum okkur alla leið„Við byrjuðum leikinn mjög vel og sjálfsagt besti fyrsti leikhluti hjá liðinu í vetur,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, eftir leikinn í kvöld. „Við getum vissulega byggt á þeirri frammistöðu en síðari hálfleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Þetta var bara einbeitingarleysi hjá okkur, við vorum að kasta boltanum oft frá okkur.“ Hún segir að þessi mistök séu samt þess eðlis að auðvelt sé að laga þau. „Þetta er farið að líta vel út fyrir okkur og við ætlum okkur stóra hluti í vetur. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur alla leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira