Fótboltafantasía í hverjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Þrír stórkostlegir leikmenn. Vísir/Getty Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira