Mótmæla Dyflinnarreglugerðinni og fara fram á að Útlendingastofnun verði lögð niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:29 Meðlimir samtakanna segja Útlendingastofnun kvarta í sífellu undan miklum málafjölda, sem þó sé mun minni en í nágrannalöndum. vísir/anton brink Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira