Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 19:19 Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. vísir/afp Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44