Viðskipti innlent

30 prósent fjölgun gistinótta í október

ingvar haraldsson skrifar
Ferðamönnum hefur fjölgað hratt hér á landi.
Ferðamönnum hefur fjölgað hratt hér á landi. Vísir/GVA
Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um 30% milli ára en þær voru alls 238.000. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 40% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 12%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Flestar gistinætur á hótelum í október voru á höfuðborgarsvæðinu eða 165.900 sem er 29% aukning miðað við október 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 34.400. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru; Bretar með 44.300, Bandaríkjamenn með 28.800 og Þjóðverjar með 12.700 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili nóvember 2014 til október 2015 voru gistinætur á hótelum 2.718.740 sem er fjölgun um 20% miðað við sama tímabil ári fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×