Ekkert ferðaveður síðdegis Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2015 11:21 Vindhraði á landinu klukkan fimm í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti. Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.
Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira