Ridley er fædd árið 1992 og fer með hlutverk í Rey í stórmynd jólanna sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Ridley prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs breska Glamour og er nokkuð ljóst að þetta er einugis byrjunin á ferli hennar.
Ridley á eftir að stela senunni á rauða dreglinum þegar Star Wars: The Force Awakens verður heimsfrumsýnd þann 18.desember næstkomandi enda með skemmtilegan stíl.





