Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. Fréttablaðið/Ernir Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira