Einar Magnús um nöfn á óveðrum: Væri að æra óstöðugan að nefna hverja lægð Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2015 11:28 Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, þá gæti nafngift hjálpað til og auðveldað alla umræðu. Mynd/Belgingur Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan. Veður Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan.
Veður Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira