Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 13:15 Forsíða DV mánudaginn 4. febrúar 1991. Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira