Á pari við það versta sem Eyjamenn hafa séð Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 21:03 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir Eyjamenn standa saman sem einn maður. „Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
„Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18