Á pari við það versta sem Eyjamenn hafa séð Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 21:03 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir Eyjamenn standa saman sem einn maður. „Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18