Á pari við það versta sem Eyjamenn hafa séð Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 21:03 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir Eyjamenn standa saman sem einn maður. „Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
„Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18