Rafmagnslaust á öllu Austurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 22:44 Rafmagn hefur verIð sett á Reyðafjörð en aðrir staðir eru enn úti samkvæmt heimildum fréttastofu Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira