Innlent

Fylgdust með ísskápnum færast út á mitt gólf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá störfum björgunarsveitarmanna í Reykjavík í kvöld.
Frá störfum björgunarsveitarmanna í Reykjavík í kvöld. Vísir/Vilhelm
Gunnar Karl Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu á Suðurlandi, er einn sex sem hafa það ágætt þrátt fyrir rafmagnsleysi og hitaleysi á Ytri-Sólheimum nærri Vík. Gunnar Karl segir bæinn á „köldu svæði“ en þar er engin hitaveita. Þeir séu þó ágætlega búnir með tetrastöð, aukafarsíma og allt vel hlaðið. 

Gunnar Karl lýsir því hvernig húsið sem þeir eru í hafi leikið á reiðiskjálfi í kvöld. Á suðurveggi hússins séu hillur og þar hafi verið nokkur glös. Þegar sunnanáttin náði hámarki féllu glös úr hillum og brotnuðu.

Hins vegar höfðu þeir nokkuð gaman af því að fylgjast með því þegar ísskápurinn færði sig frá veggnum og út á mitt gólf vegna titringsins í húsinu í öllum vindnum.

„Það var mjög gaman að fylgjast með þessu.“

Gunnar Karl telur að þeir séu líklega í miðjum storminum núna og veðrið fari að lægja. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á á Suðurlandi eins og lesa má nánar um hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×