Upplýsingar um skólahald Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 07:57 Skólahald fellur niður víðsvegar um land vegna veðurs. Vísir/Pjetur Skólahald fellur niður í Vesturbyggð, bæði í grunn- og leikskólum. Skólahald fellur niður í grunn- og tónskóla Hólmavíkur sem og leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík. Allt skólahald fellur niður í Súðavík. Allt skólahald í Stórutjarnaskóla, Þingeyjarsveit, fellur niður í dag. Hefðbundið skólahald verður í í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki. Skólahald fellur niður í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar í dag. Skólaakstur fellur niður í dag á Kjalarnesi og í Kjós. Klébergsskóli verður opinn en töluverð röskun verður á skólastarfinu vegna veðurs og fyrirsjáanlegra erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla. Foreldrar/forráðamenn meti sjálfir hvort þeir haldi börnum sínum heima eða sendi þau í skólann. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Í Bolungarvík hefur verið tekin sú ákvörðun að opna ekki leikskólann strax. Var það gert í samráði við björgunarsveitina og verður staðan endurmetin klukkan 9. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Skólar opnir á höfuðborgarsvæðinu en foreldrar beðnir um að fylgja yngri börnum Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 8. desember 2015 07:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Skólahald fellur niður í Vesturbyggð, bæði í grunn- og leikskólum. Skólahald fellur niður í grunn- og tónskóla Hólmavíkur sem og leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík. Allt skólahald fellur niður í Súðavík. Allt skólahald í Stórutjarnaskóla, Þingeyjarsveit, fellur niður í dag. Hefðbundið skólahald verður í í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki. Skólahald fellur niður í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar í dag. Skólaakstur fellur niður í dag á Kjalarnesi og í Kjós. Klébergsskóli verður opinn en töluverð röskun verður á skólastarfinu vegna veðurs og fyrirsjáanlegra erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla. Foreldrar/forráðamenn meti sjálfir hvort þeir haldi börnum sínum heima eða sendi þau í skólann. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Í Bolungarvík hefur verið tekin sú ákvörðun að opna ekki leikskólann strax. Var það gert í samráði við björgunarsveitina og verður staðan endurmetin klukkan 9.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Skólar opnir á höfuðborgarsvæðinu en foreldrar beðnir um að fylgja yngri börnum Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 8. desember 2015 07:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10
Skólar opnir á höfuðborgarsvæðinu en foreldrar beðnir um að fylgja yngri börnum Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 8. desember 2015 07:03