Innlent

Strætisvagnaferðir hafnar á höfuðborgarsvæðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vagnar á landsbyggðinni hefja akstur um leið og tækifæri gefst til.
Vagnar á landsbyggðinni hefja akstur um leið og tækifæri gefst til. Vísir/Vilhelm
Vagnar á höfuðborgarsvæðinu hafa hafið akstur og eru flestar leiðir farnar að aka eftir leiðakerfinu. Aksturþjónusta Strætó mun hefja akstur samkvæmt bókunum klukkan 10.

Vagnar á landsbyggðinni hefja akstur um leið og tækifæri gefast til en gert er ráð fyrir að einhver röskun verði á leiðakerfinu á landsbyggðinni. Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með á heimasíðu Strætó með upplýsingum um akstur vagnanna.


Tengdar fréttir

Skólar opnir á höfuðborgarsvæðinu en foreldrar beðnir um að fylgja yngri börnum

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×