Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 12:15 Jón Bjarnason og Stormur. Vísir/Pjetur Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent