Innlent

Senda hælisleitendur til Ítalíu þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Innanríkisráðuneytið leggur til að meginreglan verðu sú að hælisleitendur verði endursendir til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Innanríkisráðherra sagði á þinginu í fyrravor að Ítalía, Grikkland og Ungverjaland væru ótryggir staðir fyrir hælisleitendur. Arndís A.K Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða Krossinum segir að þetta hafi verið gert gegn tilmælum Rauða Krossins.

Í umsögn Rauða krossins um málið sem send var innanríkisráðuneytinu kemur fram að ekki sé óraunhæft að álykta að flóttafólk standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð á Ítalíu verði það sent aftur þangað og því sé nauðsynlegt að skoða mál þeirra sem hingað leita sérstaklega í því ljósi. Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur stjórnvöld til að láta allan vafa falla hælisleitendum í hag.

Við getum boðið betur

Í greinargerð innanráðuneytisins kemur fram að með tilliti til fyrirliggjandi gagna sé það mat ráðuneytisins að ágallar á aðbúnaði og móttökuskilyrðum hælisleitenda á Ítalíu verði ekki taldir slíkir að þeir gefi ástæðu til að ætla að endursendingar þangað muni almennt brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.

Hún segir að Útlendingastofnun hafi reyndar sent hælisleitendur allan tímann til Ítalíu en haldið að sér höndum varðandi Grikkland og Ungverjaland.  Hún segir að þótt flóttamönnum hafi fjölgað hér sé staðan engan veginn sú að við ráðum ekki við þetta. Það sé vissulega vafasamt að senda fólk á staði þar sem vitað sé að það lendi á götunni, þegar við vitum að við getum boðið betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×