Innlent

Átján breskar fótboltabullur stórskemmdu sumarbústað í Biskupstungum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmönnum West Ham og Millwall lendir iðulega saman. Ekki fylgir fréttinni hvaða lið Bretarnir átján í Biskupstungum styðja.
Stuðningsmönnum West Ham og Millwall lendir iðulega saman. Ekki fylgir fréttinni hvaða lið Bretarnir átján í Biskupstungum styðja. Vísir/Getty
Átján mjög ölvaðir breskir knattspyrnuáhugamenn verða kærðir til lögreglu fyrir að hafa stórskemmt sumarhús sem þeir höfðu á leigu í Biskupstungum um helgina. Eigandi bústaðarins tilkynnti um eignaspjöllin til Lögreglunnar á Suðurlandi í gær en hann ætlar að láta meta tjónið áður en hann leggur kæruna fram.

Málið var eitt nokkurra sem rataði inn á borð Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og í liðinni viku. Ellefu umferðaróhöpp voru skráð en engin alvarleg slys. Þá voru níu erlendir ferðamenn á bílaleigubílum kærðir fyrir of hraðan akstur af lögreglumönnum á Kirkjubæjarklaustri.

Þá handleggsbrotnaði kona á miðvikudag þegar hún datt af vélsleða á Langjökli við Skálpanes. Sjúkrabifreið ásamt björgunarsveitarmönnum fór á staðinn. Konan var flutt á slysadeild.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×