Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 17:00 Íbúar á suðvesturhorni landsins mega búa sig undir mikið hvassviðri og skafrenning í fyrramálið. Foto: Vísir/Stefán „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
„Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55
Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35