Erlent

Enginn gísl eftir á hótelinu í Malí

Atli ísleifsson skrifar
Skothríð hefur heyrst frá sjöundu hæð hótelsins.
Skothríð hefur heyrst frá sjöundu hæð hótelsins. Vísir/AFP
Öryggismálaráðherra Malí, Salif Traore, segir að engir gíslar séu eftir í Radisson hótelinu í Bamako, höfuðborg Malí. Fyrr í dag réðust vopnaðir menn á hótelið sem er vinsælt meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí.

Þar héldu þeir um 140 gíslum og 30 starfsmönnum hótelsins á sjöndu hæð. Fyrir stundu réðust bandarískar sérsveitir aðstoðuðu malískar öryggissveitir þegar ráðist var gegn gíslatökumönnunum fyrir skömmu. Aðgerðum er lokið og yfirvöld í Malí segja að tveir árásarmannana hafi fallið. 

Tölur eru á reiki um mannfall í gíslatökunni. AFP greinir frá því að átján hafi látist en friðargæsluliði SÞ hefur látið hafa eftir sér að 27 lík hafi fundist í hótelinu en enn er verið að leita í hótelinu.

Al-Mourabitoun, hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum Al-Qaida hefur lýst yfir ábyrgð. Hópurinn er tveggja ára gamall. Áður hefur hann lýst yfir ábyrgð á árás sem átti sér stað í Bamako í mars þar sem fimm létust og auk þess sem hópurinn réðst á hótel í ágúst þar sem 17 létust.



Þetta er vitað um árásina:

  • Talsmaður Carlson Rezidor Hotel Group, eiganda Radisson-hótelanna, segir að 140 gestir og þrjátíu starfsmenn hótelsins hafi verið teknir í gíslingu.
  • Búið er að ráðast til atlögu gegn gíslatökumönnunum.
  • Engir gíslar eru eftir á hótelinu.
  • Óljóst er hvað árásarmenn eru margir.
  • 27 lík hafa fundist samkvæmt friðargæsluliðum SÞ
  • Einhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hefur verið sleppt.
  • Gíslatökumennirnir héldu sig á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.
  • Hótelið er vinsælt á meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna dvelur á hótelinu.
  • BFMTV greinir frá því að árásarmennirnir hafi komið á bíl á sendiráðsnúmeri.
  • Al-Mourabitoun, herskár öfgahópur tengur Al-Qaida er sagður bera ábyrgð á árásinni.
Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian af aðgerðum öryggissveita.

14:17 Abamako: Þrír árásarmenn fallnir

Talsmaður öryggismálaráðuneytis Malí segir að þrír árásarmannanna hafi fallið í aðgerðum lögreglu. Malíski miðillinn Abamako greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir hvað árásarmennirnir eru margir. Þar segir jafnframt að árásarmennirnir sæki nú upp á þak byggingarinnar.

14:15 Mikil skothríð inni á hótelinu

Guardian greinir frá því að mikið hafi verið skotið úr byssum inni á hótelinu síðustu mínúturnar. Herlið sækir nú að gíslatökumönnunum sem hafast við á sjöundu hæð hússins. Talsmaður hótelsins segir að 138 manns séu enn inni á hótelinu.

13:58 Bandarískar sérsveitir til aðstoðar

CNN greinir frá því að bandarískar sérsveitir aðstoði malískar öryggissveitir í gíslatökunni í Bamako.

13:31 138 enn í byggingunni

Þrátt fyrir fréttir um að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt, telja eigendur hótelsins að 138 manns séu ekki í byggingunni – 125 gestir og þrettán starfsmenn.

12:43 Töluðu ensku

Maður sem slapp út úr Radisson Blu hótelinu segir að margir hryðjuverkamannanna hafi rætt saman á ensku.

12.34 Starfsfólk Air France slapp

Allir tólf starfsmenn flugfélagsins Air France sem dvöldu á hótelinu hafa sloppið og hefur verið komið í öuggt skjól. Air France greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

12:31 Frönsk sérsveit á leið til Bamako

Sérsveit á vegum franska hersins er á leið frá París til Bamako. Sveitin tilheyrir þeirri sömu og var kölluð út í kjölfar árásanna í París fyrir viku.

11:58 Áttatíu gíslum sleppt

Malíska ríkissjónvarpið segir að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt. Sjónarvottar segja öryggissveitir hafa haldið inn á hótelið.

11:51 Reuters: Öryggissveitir halda inn á hótelið

Reuters greinir frá því að malískar öryggissveitir hafi haldið inn á hótelið.

11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu

Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu.

11:38 Al Jazeera: Segir Ansar al-Din bera ábyrgð á árásinni

Katarska sjónvarpsstöðin Al Jazeera TV segir að hópurinn sem ábyrgð ber á árásinni sé Ansar al-Din, herskár öfgahópur sem vill koma á sjaría-lögum í Malí.

11:25 Gíneska söngvaranum Bambino sleppt

BBC greinir frá því að gíneski söngvarinn Bambino á meðal gesta hótelsins sem hafi sloppið frá hryðjuverkamönnunum.

11:21 Starfsmenn Turkish Airlines náðu að flýja

Talsmaður tyrkneskra stjórnvalda segir að þrír starfsmenn Turkish Airlines hafi tekist að flýja frá hótelinu. Reuters segir frá.

11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu

Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu.

 

11:20 Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á hótelinu

Fjöldi erlendra gesta dvelja á Radisson Blu hótelinu – þeirra á meðal Tyrkir, Belgar, Bandaríkjamenn og Kínverjar. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna dvelur sendinefnd á vegum SÞ á hótelinu.

11:14 Fóru herbergi úr herbergi

Árásarmennirnir sem nú eru inni á Radisson Blu hótelinu fóru herbergi úr herbergi á öllum hæðum hússins og söfnuðu saman gíslum. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni. Gíslatökumennirnir eru nú á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.

11:08 Ríkasti maður Afríku ekki á hótelinu

Nígeríumaðurinn Aliko Dangote, ríkasti maður Afríku, hefur hafnað fréttum sem hafa birst í einhverjum fjölmiðlum um að hann sé einn gíslanna. Hann segist hins vegar hafa verið í Malí í gær.

11:05 Forseti Malí snýr aftur heim frá Tsjad

Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, hefur ákveðið að stytta opinbera heimsókn sína til Tsjad vegna árásarinnar á Radisson Blu hótelið í Bamako.

10:58 Tuttugu gíslum sleppt

Talsmaður malíska hersins segir að um tuttugu gíslum hafi verið sleppt.

10:55 Misvísandi fréttir um áhlaup öryggissveita

Guardian segir misvísandi upplýsingar vera um hvort áhlaup hafi verið gert á hótelið. AFP hefur eftir ráðherra að áhlaup hafi verið gert, þó að Reuters segir að öryggissveitir séu einungis „á vettvangi“. Frönsk yfirvöld hafa veitt malíska hernum aðstoð.

10:54 Kínverskur gísl birtir myndband

Kínverska fréttastofan Xinhua hefur birt myndband sem sagt er að sé tekið upp af kínverskum gísl á hótelinu.

10:50 Sex starfsmenn Turkish Airlines

Tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines hefur staðfest að sex starfsmenn flugfélagsins séu á meðal gesta á hótelinu.

10:43 Gera áhlaup á hótelið

Malískar öryggissveitir gera nú áhlaup á Radisson Blu hótelið. AFP hefur þetta eftir ráðherra í ríkisstjórn Malí.

10:39 AFP: Tíu gíslum sleppt

AFP hefur greint frá því að tíu gíslum hið minnsta hafi verið sleppt. Áður hefur verið greint frá því að einhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hafi verið sleppt.

10:30 Þrír látnir

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að þrír séu látnir - tveir malískir ríkisborgari og einn Frakki. CNN segir frá.



10:26 Reuters: Slepptu gíslum sem gátu vitað í Kóraninn

Reuters greinir frá því að nokkrum gíslum hefur verið sleppt. Margir þeirra eiga fyrst að hafa verið beðnir um að vitna í Kóraninn. AFP greinir frá því að tvær konur hafi verið færðar út úr hótelinu í fylgd malískra hermanna.

10:08 Hófst klukkan átta

Árásarmennirnir réðust inn á hótelið um klukkan átta að staðartíma.

10:07 Kínverjar á meðal gíslanna

Kínverski miðillinn Xinhua greinir frá því að fjöldi kínverskra ferðamanna séu á hótelinu og á meðal gíslanna.

10:05 Ekki vitað hverjir árásarmennirnir eru

Í frétt Reuters segir að ekki sé vitað hverjir árásarmennirnir eru. Þó er vitað að þeir hafi verið allt að tíu talsins og rutt sér leið inn á hótelið, skotið úr byssum og hrópað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“.

10:03 Innan um ráðuneyti og sendiráð

Radisson Blu hótelið er í hverfi vestan miðborgar Bamako. Fjöldi ráðuneyta og erlendra ráðuneyta eru nærri hótelinu.

10:01 Tveir öryggisverðir særðir

Að minnsta kosti tveir öryggisverðir hafa særst í árásinni.

9:45: Í vesturhluta borgarinnar

Radison Blu hótelið er í vesturhluta höfuðborgarinnar Bamako.

9:41: Tíu árásarmenn

De Peches du Mali greinir frá því að árásarmennirnir séu tíu talsins.

9:40 Gömul frönsk nýlenda

Malí er gömul frönsk nýlenda og hafa Frakkar haft hernaðarleg afskipti af landinu, síðast í janúar 2013 þegar uppreisnarmenn tengdir al-Qaeda náðu yfirráðum í norðurhluta landsins. Íslamskir öfgamenn drápu þrettán manns, fimm starfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna þeirra á meðal, í árás á hótel í bænum Sevare í ágúst síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×