Audi með tvö gullin stýri Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 10:45 Ný kynslóð Audi A4m er vel tekið. Ný kynslóð Audi A4 bílsins hlaut á dögunum hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð, auk þess sem nýr Audi R8 hreppti hnossið í flokki sportbíla. Það eru lesendur þýska tímaritsins Auto Bild og vikublaðsins Bild am Sonntag sem velja vinningshafa í samráði við alþjóðlega dómnefnd sem skipuð er bílasérfræðingum. Enginn bílaframleiðandi hefur sigrað jafn oft í keppninni og Audi sem hefur unnið til 25 verðlauna á 40 ára sögu keppninnar. Verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum útgáfufyrirtækisins Axel Springer í Berlín þann 11. nóvember síðastliðinn. Það var stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi AG, Dietmar Voggenreiter, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd A4 og lýsti hann yfir ánægju sinni með þau. „A4 er vinsælasta bifreið Audi frá upphafi. Sigurinn í keppninni um gyllta stýrið gefur sterklega til kynna að ný kynslóð A4 muni eiga jafn mikilli velgengni að fagna og fyrirrennarar hennar.“ Nýr og verðlaunaður Audi A4 verður frumsýndur hjá HEKLU í byrjun næsta árs. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Ný kynslóð Audi A4 bílsins hlaut á dögunum hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð, auk þess sem nýr Audi R8 hreppti hnossið í flokki sportbíla. Það eru lesendur þýska tímaritsins Auto Bild og vikublaðsins Bild am Sonntag sem velja vinningshafa í samráði við alþjóðlega dómnefnd sem skipuð er bílasérfræðingum. Enginn bílaframleiðandi hefur sigrað jafn oft í keppninni og Audi sem hefur unnið til 25 verðlauna á 40 ára sögu keppninnar. Verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum útgáfufyrirtækisins Axel Springer í Berlín þann 11. nóvember síðastliðinn. Það var stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi AG, Dietmar Voggenreiter, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd A4 og lýsti hann yfir ánægju sinni með þau. „A4 er vinsælasta bifreið Audi frá upphafi. Sigurinn í keppninni um gyllta stýrið gefur sterklega til kynna að ný kynslóð A4 muni eiga jafn mikilli velgengni að fagna og fyrirrennarar hennar.“ Nýr og verðlaunaður Audi A4 verður frumsýndur hjá HEKLU í byrjun næsta árs.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent