Audi með tvö gullin stýri Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 10:45 Ný kynslóð Audi A4m er vel tekið. Ný kynslóð Audi A4 bílsins hlaut á dögunum hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð, auk þess sem nýr Audi R8 hreppti hnossið í flokki sportbíla. Það eru lesendur þýska tímaritsins Auto Bild og vikublaðsins Bild am Sonntag sem velja vinningshafa í samráði við alþjóðlega dómnefnd sem skipuð er bílasérfræðingum. Enginn bílaframleiðandi hefur sigrað jafn oft í keppninni og Audi sem hefur unnið til 25 verðlauna á 40 ára sögu keppninnar. Verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum útgáfufyrirtækisins Axel Springer í Berlín þann 11. nóvember síðastliðinn. Það var stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi AG, Dietmar Voggenreiter, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd A4 og lýsti hann yfir ánægju sinni með þau. „A4 er vinsælasta bifreið Audi frá upphafi. Sigurinn í keppninni um gyllta stýrið gefur sterklega til kynna að ný kynslóð A4 muni eiga jafn mikilli velgengni að fagna og fyrirrennarar hennar.“ Nýr og verðlaunaður Audi A4 verður frumsýndur hjá HEKLU í byrjun næsta árs. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent
Ný kynslóð Audi A4 bílsins hlaut á dögunum hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð, auk þess sem nýr Audi R8 hreppti hnossið í flokki sportbíla. Það eru lesendur þýska tímaritsins Auto Bild og vikublaðsins Bild am Sonntag sem velja vinningshafa í samráði við alþjóðlega dómnefnd sem skipuð er bílasérfræðingum. Enginn bílaframleiðandi hefur sigrað jafn oft í keppninni og Audi sem hefur unnið til 25 verðlauna á 40 ára sögu keppninnar. Verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum útgáfufyrirtækisins Axel Springer í Berlín þann 11. nóvember síðastliðinn. Það var stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi AG, Dietmar Voggenreiter, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd A4 og lýsti hann yfir ánægju sinni með þau. „A4 er vinsælasta bifreið Audi frá upphafi. Sigurinn í keppninni um gyllta stýrið gefur sterklega til kynna að ný kynslóð A4 muni eiga jafn mikilli velgengni að fagna og fyrirrennarar hennar.“ Nýr og verðlaunaður Audi A4 verður frumsýndur hjá HEKLU í byrjun næsta árs.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent