NOx-gildi hafa engin áhrif á innflutningsgjöld Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 11:45 Volkswagen Passat. VW Síðustu vikur hefur Volkswagen Group rannsakað ítarlega atvik sem komu upp í tengslum við ákveðnar tegundir bílvéla sem framleiddar eru undir þeirra merkjum, þar sem misræmi kom í ljós á skráðum og mældum NOx útblæstri (köfnunarefnismónoxíð og köfnunarefnisdíoxíð) í tilteknum dísilvélum. Á Íslandi hefur þetta ekki nein áhrif á innflutningsgjöld og virðisaukaskatt þar sem opinber gjöld reiknast ekki út frá NOx gildum. Í tengslum við ítarlega rannsókn Volkswagen Group kom hins vegar í ljós að misræmi er í um 800.000 bifreiðum til viðbótar en nú í tengslum við C02 (koltvísýringur) útblástur. Listi yfir þær tegundir sem um ræðir hjá Skoda og Volkswagen barst HEKLU um helgina og er greiningarvinna í tengslum við það þegar hafin. Ljóst er að 432 bifreiðar sem fluttar hafa verið hingað til landsins falla undir þetta mál og mun það hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi. Volkswagen Group hefur lýst yfir að allur kostnaður sem af þessu hlýst verði greiddur af þeim. Ekki er þörf á neinum viðgerðum eða breytingum og er rétt að ítreka að allar bifreiðar sem þetta snertir eru fullkomlega öruggar til aksturs. Málið varðar eingöngu misræmi í uppgefnum tölum og mælingum á útblæstri. HEKLA hefur þegar upplýst íslensk yfirvöld um þessa stöðu mála. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Síðustu vikur hefur Volkswagen Group rannsakað ítarlega atvik sem komu upp í tengslum við ákveðnar tegundir bílvéla sem framleiddar eru undir þeirra merkjum, þar sem misræmi kom í ljós á skráðum og mældum NOx útblæstri (köfnunarefnismónoxíð og köfnunarefnisdíoxíð) í tilteknum dísilvélum. Á Íslandi hefur þetta ekki nein áhrif á innflutningsgjöld og virðisaukaskatt þar sem opinber gjöld reiknast ekki út frá NOx gildum. Í tengslum við ítarlega rannsókn Volkswagen Group kom hins vegar í ljós að misræmi er í um 800.000 bifreiðum til viðbótar en nú í tengslum við C02 (koltvísýringur) útblástur. Listi yfir þær tegundir sem um ræðir hjá Skoda og Volkswagen barst HEKLU um helgina og er greiningarvinna í tengslum við það þegar hafin. Ljóst er að 432 bifreiðar sem fluttar hafa verið hingað til landsins falla undir þetta mál og mun það hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi. Volkswagen Group hefur lýst yfir að allur kostnaður sem af þessu hlýst verði greiddur af þeim. Ekki er þörf á neinum viðgerðum eða breytingum og er rétt að ítreka að allar bifreiðar sem þetta snertir eru fullkomlega öruggar til aksturs. Málið varðar eingöngu misræmi í uppgefnum tölum og mælingum á útblæstri. HEKLA hefur þegar upplýst íslensk yfirvöld um þessa stöðu mála.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent