Erlent

Flóttamenn sváfu utandyra í Malmö

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttamenn við landamæri Svíþjóðar.
Flóttamenn við landamæri Svíþjóðar. vísir/EPA
Hælisleitendur í Malmö í Svíþjóð þurftu í fyrrinótt að sofa utandyra. Þegar fréttamenn TT-fréttaveitunnar komu að móttöku sænsku útlendingastofnunarinnar í borginni lágu 30 manns sofandi þar fyrir utan. Ekki hafði verið hægt að bjóða öllum þak yfir höfuðið.

Strætisvagni hafði verið lagt fyrir utan húsnæðið til þess að fólk gæti leitað skjóls þar en hann fylltist fljótt. Sjálfboðaliðasamtök afhentu þeim sem lögðust til hvílu úti dýnur til að liggja á og útlendingastofnunin afhenti þeim teppi.

Um 500 til 800 flóttamenn koma nú til Malmö á sólarhring en fyrir nokkrum vikum komu um 1.200 að jafnaði á sólarhring. Flóttamennirnir eru nú sendir áfram til annarra sveitarfélaga í Svíþjóð eða aftur til Danmerkur þaðan sem þeir komu.

Í síðustu viku sóttu 9.500 um hæli í Svíþjóð en en 10.175 vikuna áður en landamæraeftirlit var tekið upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×