Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 23:12 Hermenn á götum Brussel í dag. vísir/getty Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52