Stærsti lyfjafyrirtækjasamruni sögunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2015 12:52 Pfizer hefur keypt Allergan fyrir 21.000 milljarða króna. Vísir/Getty Í dag tilkynntu bandaríski lyfjaframleiðandinn Pfizer að samningar hefðu náðst um yfirtöku fyrirtækisins á Botox-framleiðandanum Allergan. Samningurinn er metinn á 160 milljarða bandaríkjadala, 21.000 milljarða íslenskra króna. Því er um að ræða stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar. Um er að ræða sameiningu Pfizer og frumlyfjahluta Allergan og hefur samkomulag þetta ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Teva á samheitalyfjahluta fyrirtækisins sem tilkynnt var um í júlí á þessu ári. Samheitalyfjahluti fyrirtækisins starfar að mestu undir nafni Actavis víða um heim, þar á meðal á Íslandi, en hér á landi er fyrst og fremst starfsemi á sviði samheitalyfja, segir í tilkynningu frá Allergan. Sérfræðingar telja að með samningnum muni Pfizer flytja höfuðstöðvar sínar til Dublin á Írlandi og þannig forðast háa fyrirtækjaskatta Bandaríkjanna. Hluthafar í Allergan munu fá 11,3 hluti í nýja fyrirtækinu fyrir hvern hlut sinn í Allergan. Á síðasta ári reyndi Pfizer að kaupa breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, en yfirtökutilboðinu var hafnað. Ian Read, forstjóri Pfizer, mun verða forstjóri og stjórnarformaður nýju samstæðunnar, segir í frétt BBC um málið. Brent Saunders, forstjóri Allergan, mun verða framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar. Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í dag tilkynntu bandaríski lyfjaframleiðandinn Pfizer að samningar hefðu náðst um yfirtöku fyrirtækisins á Botox-framleiðandanum Allergan. Samningurinn er metinn á 160 milljarða bandaríkjadala, 21.000 milljarða íslenskra króna. Því er um að ræða stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar. Um er að ræða sameiningu Pfizer og frumlyfjahluta Allergan og hefur samkomulag þetta ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Teva á samheitalyfjahluta fyrirtækisins sem tilkynnt var um í júlí á þessu ári. Samheitalyfjahluti fyrirtækisins starfar að mestu undir nafni Actavis víða um heim, þar á meðal á Íslandi, en hér á landi er fyrst og fremst starfsemi á sviði samheitalyfja, segir í tilkynningu frá Allergan. Sérfræðingar telja að með samningnum muni Pfizer flytja höfuðstöðvar sínar til Dublin á Írlandi og þannig forðast háa fyrirtækjaskatta Bandaríkjanna. Hluthafar í Allergan munu fá 11,3 hluti í nýja fyrirtækinu fyrir hvern hlut sinn í Allergan. Á síðasta ári reyndi Pfizer að kaupa breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, en yfirtökutilboðinu var hafnað. Ian Read, forstjóri Pfizer, mun verða forstjóri og stjórnarformaður nýju samstæðunnar, segir í frétt BBC um málið. Brent Saunders, forstjóri Allergan, mun verða framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar. Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira