Markaðurinn: „Lars, þú ert feitur!“ Lars Christensen skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þegar ég var enn að vinna hjá Danske Bank hélt ég fyrirlestur fyrir 40-50 samstarfsmenn sem unnu sem fjárfestingaráðgjafar hjá Danske Bank-samstæðunni. Þegar ég ætlaði að fara að byrja á kynningunni sagði einhver við mig: „Áhorfendurnir hafa verið hálfþögulir í dag.“ Ég leit á þetta sem áskorun og stökk þegar í stað upp á borðið. Það vakti mannskapinn. Ég bað áhorfendurna að giska á hvað ég væri þungur. Þeir skrifuðu allir getgátur sínar á bréfmiða. Svörunum var safnað saman og meðalágiskunin – „sameiginlega spáin“ – var reiknuð út á meðan ég hélt áfram með fyrirlesturinn. Ég hóf fyrirlesturinn á að segja af hverju allar mínar spár væru gagnslausar – eða að minnsta kosti skyldu þeir ekki vænta þess að ég gæti gert betur en markaðurinn. Ég vildi auðvitað sýna einmitt það með litlu brellunni minni. Hún snerist um að sýna hina svokölluðu visku fjöldans – eða einfalda partíútgáfu af því sem hagfræðingar kalla Kenninguna um skilvirkan markað. Ég vigta mig sannarlega ekki á hverjum degi, svo ég „giskaði“ á mína eigin þyngd og sagði áhorfendunum að ég væri 81 kíló (fullklæddur). Ég lít yfirleitt svo á að ég sé rétt undir 80 kílóum, en ég reyndi að leiðrétta þyngdina vegna þess að ég var fullklæddur – og bætti svo aðeins við. Eins og alltaf var ég þess fullviss að niðurstaða „könnunarinnar“ yrði nálægt „réttu“ tölunni. Svo það kom mér á óvart að „sameiginlega spáin“ um þyngd mína reyndist vera 84,6 kíló. Hún var nógu nærri réttu lagi til að ég gæti haldið því fram að „markaðurinn“ væri góður í að „spá“, en ég verð að segja að ég taldi „úrskurðinn“ rangan – næstum 85 kíló. Það er að vera feitur. Þegar ég kom heim hoppaði ég beint á vigtina – í þetta eina skipti vildi ég sýna að markaðurinn hefði rangt fyrir sér. En niðurstaðan var jafnvel enn miskunnarlausari. 84 kíló! Svo „sameiginlegu spánni“ skeikaði aðeins um hálft kíló og var mun betri en mín eigin ágiskun. Ekki nóg með að ég væri feitur heldur hafði „markaðurinn“ sigrað mig í að giska á mína eigin þyngd. Hvað má svo læra af þessari litlu tilraun – annað en að ég þurfi að megra mig? Mikilvægasta lexían er að það er mjög erfitt að hafa betur en markaðurinn – eða „fjöldinn“ – meðaltalsspáin er oft sú besta sem við höfum. Þegar kemur að fjárfestingum ættum við að segja sjálfum okkur að það sé gríðarlega mikilvægt að vera auðmjúkur. Þegar við fjárfestum ættum við að segja við okkur sjálf að það sé mjög ólíklegt að við getum alltaf sigrað markaðinn. Og að lokum: Þótt maður hafi einu sinni haft rétt fyrir sér – og allir Íslendingar vita að það hef ég haft – þýðir það ekki að maður geti alltaf spáð fyrir um hvað muni gerast í framtíðinni. Svo þegar einhver kemur og segir hvað muni gerast á verðbréfamörkuðum í framtíðinni er eins gott að líta á hvað „fjöldinn“ segir á sama tíma. Sjálfur myndi ég aldrei halda því fram að ég gæti alltaf vitað betur en markaðurinn, og það gerir mann ekki að lélegum hagfræðingi – maður er bara lélegur hagfræðingur ef maður er ekki nógu auðmjúkur til að átta sig á hve máttug viska fjöldans er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Þegar ég var enn að vinna hjá Danske Bank hélt ég fyrirlestur fyrir 40-50 samstarfsmenn sem unnu sem fjárfestingaráðgjafar hjá Danske Bank-samstæðunni. Þegar ég ætlaði að fara að byrja á kynningunni sagði einhver við mig: „Áhorfendurnir hafa verið hálfþögulir í dag.“ Ég leit á þetta sem áskorun og stökk þegar í stað upp á borðið. Það vakti mannskapinn. Ég bað áhorfendurna að giska á hvað ég væri þungur. Þeir skrifuðu allir getgátur sínar á bréfmiða. Svörunum var safnað saman og meðalágiskunin – „sameiginlega spáin“ – var reiknuð út á meðan ég hélt áfram með fyrirlesturinn. Ég hóf fyrirlesturinn á að segja af hverju allar mínar spár væru gagnslausar – eða að minnsta kosti skyldu þeir ekki vænta þess að ég gæti gert betur en markaðurinn. Ég vildi auðvitað sýna einmitt það með litlu brellunni minni. Hún snerist um að sýna hina svokölluðu visku fjöldans – eða einfalda partíútgáfu af því sem hagfræðingar kalla Kenninguna um skilvirkan markað. Ég vigta mig sannarlega ekki á hverjum degi, svo ég „giskaði“ á mína eigin þyngd og sagði áhorfendunum að ég væri 81 kíló (fullklæddur). Ég lít yfirleitt svo á að ég sé rétt undir 80 kílóum, en ég reyndi að leiðrétta þyngdina vegna þess að ég var fullklæddur – og bætti svo aðeins við. Eins og alltaf var ég þess fullviss að niðurstaða „könnunarinnar“ yrði nálægt „réttu“ tölunni. Svo það kom mér á óvart að „sameiginlega spáin“ um þyngd mína reyndist vera 84,6 kíló. Hún var nógu nærri réttu lagi til að ég gæti haldið því fram að „markaðurinn“ væri góður í að „spá“, en ég verð að segja að ég taldi „úrskurðinn“ rangan – næstum 85 kíló. Það er að vera feitur. Þegar ég kom heim hoppaði ég beint á vigtina – í þetta eina skipti vildi ég sýna að markaðurinn hefði rangt fyrir sér. En niðurstaðan var jafnvel enn miskunnarlausari. 84 kíló! Svo „sameiginlegu spánni“ skeikaði aðeins um hálft kíló og var mun betri en mín eigin ágiskun. Ekki nóg með að ég væri feitur heldur hafði „markaðurinn“ sigrað mig í að giska á mína eigin þyngd. Hvað má svo læra af þessari litlu tilraun – annað en að ég þurfi að megra mig? Mikilvægasta lexían er að það er mjög erfitt að hafa betur en markaðurinn – eða „fjöldinn“ – meðaltalsspáin er oft sú besta sem við höfum. Þegar kemur að fjárfestingum ættum við að segja sjálfum okkur að það sé gríðarlega mikilvægt að vera auðmjúkur. Þegar við fjárfestum ættum við að segja við okkur sjálf að það sé mjög ólíklegt að við getum alltaf sigrað markaðinn. Og að lokum: Þótt maður hafi einu sinni haft rétt fyrir sér – og allir Íslendingar vita að það hef ég haft – þýðir það ekki að maður geti alltaf spáð fyrir um hvað muni gerast í framtíðinni. Svo þegar einhver kemur og segir hvað muni gerast á verðbréfamörkuðum í framtíðinni er eins gott að líta á hvað „fjöldinn“ segir á sama tíma. Sjálfur myndi ég aldrei halda því fram að ég gæti alltaf vitað betur en markaðurinn, og það gerir mann ekki að lélegum hagfræðingi – maður er bara lélegur hagfræðingur ef maður er ekki nógu auðmjúkur til að átta sig á hve máttug viska fjöldans er.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun