Næturlífið kostaði Manziel starfið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 18:45 Johnny Manziel er enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Vísir/Getty Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“ NFL Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“
NFL Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira