Zlatan skoraði í heimkomunni | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 21:45 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira