Eina málið að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 06:00 Matthías ætlar sér að fara með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty „Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
„Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira