Snjódýpt í Reykjavík var 21 sentímetri klukkan níu í morgun. Reykvíkingar fóru ekki varhluta af þeim snjó sem var á svæðinu og en snjóruðningstæki hófu mokstur undir morgun á öllum helstu umferðaræðum og strætisvagnaleiðum, en hliðargötur verða ekki hreinsaðar.
Um miðnætti í nótt kom hægfara skýjabakki að landi við Reykjavík í nótt og staldraði við yfir höfuðborgarsvæðinu fram undir klukkan sex í morgun og blasti afraksturinn við íbúum höfuðborgarsvæðisins þegar þeir fóru á fætur, en nær samfelld él voru í Reykjavík nótt samkvæmt veðurfræðingi.
Í Bolungarvík var snjódýpt sjö sentímetrar klukkan níu í morgun og ellefu sentímetrar í Stykkishólmi.
Norðlæg átt verður ríkjandi í dag og á morgun um 8-15 m/s, hvassast nyrst á landinu. Snjókoma eða él um norðanvert landið, en dregur úr úrkomu sunnanlands í dag. Áfram éljagangur á morgun, en þurrt að kalla suðvestantil og á Austfjörðum. Kólnandi veður, frost 3 til 15 stig í nótt og á morgun, kaldast inn til landsins.


