Ellefu ára mokar snjó í götunni: Er til betri nágranni á Íslandi? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2015 12:08 Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar snjó fyrir granna sína og hefur gaman að. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu supu sumir hverjir hveljur þegar þeir drógu frá í morgun. Snjó hafði kyngt niður og ljóst að framundan væri mokstur og sköfun. Íbúar við Vesturvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur búa hins vegar vel að því að eiga hauk í horni. Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar nefnilega snjó fyrir granna sína og hefur gaman að. Lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir vakti í morgun athygli á ellefu ára nágranna sínum sem var byrjaður að moka klukkan sjö. Framtaksemi hans er alls ekki bundin við veturinn því á sumrin er algeng sjón að sjá piltinn sópa göturnar, slá grasið eða tína rusl. Spyr Helga Vala borgarstjóra hvort ekki sé kominn tími á að sæma Kára borgarorðu. Helga Vala birti myndband af hinum efnilega Kára á Facebook-síðu sinni í morgun og eins og sjá má kippir grunnskólaneminn sér lítið upp við athyglina. Hann hlustar á FM 957 og heldur áfram að gleðja granna sína. Áttu góðan nágranna sem fær þig til að brosa og bætir lífið? Láttu okkur vita á ritstjorn@visir.is. Hann Kári Pálsson er 11 ára. Hann er algjörlega magnaður gaur. Á sumrin sópar hann og slær, á veturna mokar hann snjó. Þ...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, November 26, 2015 Veður Tengdar fréttir Jólalegt í Reykjavík: Snjódýpt 21 sentímetri í morgun Nær samfelld él í höfuðborginni í nótt. 27. nóvember 2015 09:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu supu sumir hverjir hveljur þegar þeir drógu frá í morgun. Snjó hafði kyngt niður og ljóst að framundan væri mokstur og sköfun. Íbúar við Vesturvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur búa hins vegar vel að því að eiga hauk í horni. Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar nefnilega snjó fyrir granna sína og hefur gaman að. Lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir vakti í morgun athygli á ellefu ára nágranna sínum sem var byrjaður að moka klukkan sjö. Framtaksemi hans er alls ekki bundin við veturinn því á sumrin er algeng sjón að sjá piltinn sópa göturnar, slá grasið eða tína rusl. Spyr Helga Vala borgarstjóra hvort ekki sé kominn tími á að sæma Kára borgarorðu. Helga Vala birti myndband af hinum efnilega Kára á Facebook-síðu sinni í morgun og eins og sjá má kippir grunnskólaneminn sér lítið upp við athyglina. Hann hlustar á FM 957 og heldur áfram að gleðja granna sína. Áttu góðan nágranna sem fær þig til að brosa og bætir lífið? Láttu okkur vita á ritstjorn@visir.is. Hann Kári Pálsson er 11 ára. Hann er algjörlega magnaður gaur. Á sumrin sópar hann og slær, á veturna mokar hann snjó. Þ...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, November 26, 2015
Veður Tengdar fréttir Jólalegt í Reykjavík: Snjódýpt 21 sentímetri í morgun Nær samfelld él í höfuðborginni í nótt. 27. nóvember 2015 09:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Jólalegt í Reykjavík: Snjódýpt 21 sentímetri í morgun Nær samfelld él í höfuðborginni í nótt. 27. nóvember 2015 09:59