Herbie bjallan seldist á 11,4 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2015 15:56 Herbie bjallan fræga. Ellefu milljónir króna gæti virst nokkuð há upphæð fyrir 1963 árgerðina af Volkswagen bjöllu, en þessi er þó ekki bara einhver bjalla, heldur hin raunverulega bjalla sem notuð var við kvikmyndun Herbie Rides Again og Herbie Goes to Monte Carlo myndanna frá Disney. Þessar myndir voru önnur og þriðja myndin í Herbie kvikmyndaröðinni. Bjallan sú arna hefur þá sérstöðu að henni má aka úr aftursætinu, en hún var sérútbúin þannig fyrir myndirnar svo að áhættuökumaður gæti ekið bílnum án þess að það sæist að ökumaður væri í bílnum og svo sýndist að hann færi að eigin vilja. Bíllinn var týndur í marga áratugi en fannst í vöruhúsi í Flórída fyrir örfáum árum. Bíllinn var boðinn upp í þessari viku hjá Bonhams og fyrir hann fengust 86.250 dollarar, eða 11,4 milljónir króna. Það gerir þessa bjöllu að þeirri dýrustu sem nokkur hefur keypt, en borgaðar voru 10,9 milljónir fyrir 1955 árgerðina af bjöllu með blæju á Amelia Island uppboðinu í fyrra. Herbie bjallan skipti reyndar um eigendur fyrir 55.200 dollara fyrir minna en ári síðan, en nú hefur sá kaupandi semsagt grætt 4,1 milljón króna. Á Bonham uppboðinu seldist ökuklæðnaður Steve McQueen úr myndinni Le Mans fyrir 425.000 dollara, eða 56 milljónir króna. Það var þó lítið fé í samanburði við kjól Judie Garland, sem hún klæddist í myndinni The Wizard of Oz, en hann seldist á 206 milljónir króna. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Ellefu milljónir króna gæti virst nokkuð há upphæð fyrir 1963 árgerðina af Volkswagen bjöllu, en þessi er þó ekki bara einhver bjalla, heldur hin raunverulega bjalla sem notuð var við kvikmyndun Herbie Rides Again og Herbie Goes to Monte Carlo myndanna frá Disney. Þessar myndir voru önnur og þriðja myndin í Herbie kvikmyndaröðinni. Bjallan sú arna hefur þá sérstöðu að henni má aka úr aftursætinu, en hún var sérútbúin þannig fyrir myndirnar svo að áhættuökumaður gæti ekið bílnum án þess að það sæist að ökumaður væri í bílnum og svo sýndist að hann færi að eigin vilja. Bíllinn var týndur í marga áratugi en fannst í vöruhúsi í Flórída fyrir örfáum árum. Bíllinn var boðinn upp í þessari viku hjá Bonhams og fyrir hann fengust 86.250 dollarar, eða 11,4 milljónir króna. Það gerir þessa bjöllu að þeirri dýrustu sem nokkur hefur keypt, en borgaðar voru 10,9 milljónir fyrir 1955 árgerðina af bjöllu með blæju á Amelia Island uppboðinu í fyrra. Herbie bjallan skipti reyndar um eigendur fyrir 55.200 dollara fyrir minna en ári síðan, en nú hefur sá kaupandi semsagt grætt 4,1 milljón króna. Á Bonham uppboðinu seldist ökuklæðnaður Steve McQueen úr myndinni Le Mans fyrir 425.000 dollara, eða 56 milljónir króna. Það var þó lítið fé í samanburði við kjól Judie Garland, sem hún klæddist í myndinni The Wizard of Oz, en hann seldist á 206 milljónir króna.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent