Enginn einhugur um takmörkun umferðar í miðborg Reykjavíkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira