Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 vinnuslys lögreglumanna benda til þess að starfsaðstæður þeirra séu ekki eins og best verður á kosið Vísir/Vilhelm Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá rétt tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili 2011 til 2014. Flest bendir til að opinberar tölur um vinnuslys lögreglunnar séu allt of lágar en tugir mála eru hjá lögmönnum til úrlausnar er varða lögreglumenn sem hafa slasast við störf sín. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar, en Vinnueftirlitið lét þess getið í síðustu ársskýrslu sinni að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin og var sérstaklega tekið til þess að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki – á sama tíma er lögregluliðið 640 manns og hefur þeim farið sífellt fækkandi á undanförnum árum en þeir voru 712 árið 2007. Samkvæmt slysatölfræði Vinnueftirlitsins voru tilkynnt 554 slys á lögreglumönnum á níu ára tímabili – árin 2006 til ársloka 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var skráningu þessara slysa þó ábótavant til ársins 2010 þegar skráning batnaði verulega. Frá 2011 til 2014 voru 398 slys tilkynnt – tæplega 100 árlega hjá hópi manna sem voru 610 til 647 við störf á tímabilinu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL), telur það mat lögmanna félagsins að vinnuverndarmálum sé ekki gefinn nægilegur gaumur. Þá sé skráningum vinnuslysa lögreglumanna, sem er á ábyrgð stjórnenda stofnana, mjög ábótavant þó einstök embætti hafi sitt á hreinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem hélt á penna í hvassri gagnrýni á Stjórnarráðið, og ekki síst innanríkisráðherra, í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar segir málið alvarlegt. „Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Þetta kallar á betri mönnum og þjálfun til að tryggja öryggi og heilsu lögreglumanna og þar með betri löggæslu fyrir okkur borgarana,“ segir Kristinn. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest, þar á meðal frá embætti ríkislögreglustjóra, að engin miðlæg skráning er á landsvísu um þau slys sem lögreglumenn verða fyrir í vinnu sinni.Kristinn TómassonSnorri segir að eðli málsins samkvæmt séu vinnuslys stéttarinnar oft öðruvísi en gengur og gerist með önnur vinnuslys. „Það eru vinnuslys hjá lögreglumönnum ef þeir lenda í árekstri sem veldur meiðslum, lenda í átökum við misindismenn eða kasta sér á eftir fólki sem hefur fleygt sér í sjóinn.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa lögmenn LL til meðferðar um sextíu mál er varða bætur til handa lögreglumönnum sem hafa slasast með einum eða öðrum hætti – en þrettán öðrum málum var þó lokað á þessu ári. Strax árið 2010 kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn lögreglunni það mat embættisins að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar starfsmannafjölda. Frekari fækkun lögreglumanna sé líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lögreglumenn starfa eina fremur en með félaga. Hvetur ríkislögreglustjóri til þess að lögreglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglumanna og geri viðeigandi ráðstafanir, og sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. Eins og fjölmargar skýrslur og fréttir vitna um hafa lögreglustjórar orðið við þessu kalli – en á þeim tíma sem þau orð voru skrifuð hefur fækkað í lögreglunni um 30 manns. Hefur ríkislögreglustjóri aftur og aftur kallað eftir fjármagni til að fjölga í liði sínu og vísað til þeirrar niðurstöðu yfirvalda sjálfra að slíkt sé aðkallandi. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá rétt tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili 2011 til 2014. Flest bendir til að opinberar tölur um vinnuslys lögreglunnar séu allt of lágar en tugir mála eru hjá lögmönnum til úrlausnar er varða lögreglumenn sem hafa slasast við störf sín. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar, en Vinnueftirlitið lét þess getið í síðustu ársskýrslu sinni að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin og var sérstaklega tekið til þess að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki – á sama tíma er lögregluliðið 640 manns og hefur þeim farið sífellt fækkandi á undanförnum árum en þeir voru 712 árið 2007. Samkvæmt slysatölfræði Vinnueftirlitsins voru tilkynnt 554 slys á lögreglumönnum á níu ára tímabili – árin 2006 til ársloka 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var skráningu þessara slysa þó ábótavant til ársins 2010 þegar skráning batnaði verulega. Frá 2011 til 2014 voru 398 slys tilkynnt – tæplega 100 árlega hjá hópi manna sem voru 610 til 647 við störf á tímabilinu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL), telur það mat lögmanna félagsins að vinnuverndarmálum sé ekki gefinn nægilegur gaumur. Þá sé skráningum vinnuslysa lögreglumanna, sem er á ábyrgð stjórnenda stofnana, mjög ábótavant þó einstök embætti hafi sitt á hreinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem hélt á penna í hvassri gagnrýni á Stjórnarráðið, og ekki síst innanríkisráðherra, í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar segir málið alvarlegt. „Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Þetta kallar á betri mönnum og þjálfun til að tryggja öryggi og heilsu lögreglumanna og þar með betri löggæslu fyrir okkur borgarana,“ segir Kristinn. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest, þar á meðal frá embætti ríkislögreglustjóra, að engin miðlæg skráning er á landsvísu um þau slys sem lögreglumenn verða fyrir í vinnu sinni.Kristinn TómassonSnorri segir að eðli málsins samkvæmt séu vinnuslys stéttarinnar oft öðruvísi en gengur og gerist með önnur vinnuslys. „Það eru vinnuslys hjá lögreglumönnum ef þeir lenda í árekstri sem veldur meiðslum, lenda í átökum við misindismenn eða kasta sér á eftir fólki sem hefur fleygt sér í sjóinn.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa lögmenn LL til meðferðar um sextíu mál er varða bætur til handa lögreglumönnum sem hafa slasast með einum eða öðrum hætti – en þrettán öðrum málum var þó lokað á þessu ári. Strax árið 2010 kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn lögreglunni það mat embættisins að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar starfsmannafjölda. Frekari fækkun lögreglumanna sé líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lögreglumenn starfa eina fremur en með félaga. Hvetur ríkislögreglustjóri til þess að lögreglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglumanna og geri viðeigandi ráðstafanir, og sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. Eins og fjölmargar skýrslur og fréttir vitna um hafa lögreglustjórar orðið við þessu kalli – en á þeim tíma sem þau orð voru skrifuð hefur fækkað í lögreglunni um 30 manns. Hefur ríkislögreglustjóri aftur og aftur kallað eftir fjármagni til að fjölga í liði sínu og vísað til þeirrar niðurstöðu yfirvalda sjálfra að slíkt sé aðkallandi.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?